Það situr ekki á mér: mér ferst það ekki, ég er ekki réttur aðili til þess. „Ég var búinn að nöldra svo yfir þessum auða fláka að það situr ekki á mér að mótmæla golfvellinum.“ En það stendur ekki á mér merkir ég er tilbúinn, það tefst…

Það situr ekki á mér: mér ferst það ekki, ég er ekki réttur aðili til þess. „Ég var búinn að nöldra svo yfir þessum auða fláka að það situr ekki á mér að mótmæla golfvellinum.“ En það stendur ekki á mér merkir ég er tilbúinn, það tefst ekki mín vegna. „Það er ykkur að kenna ef verkið klárast ekki, ekki stendur á mér.“