Höfuðstöðvar Seðlabanka Íslands.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Íslands. — Morgunblaðið/Golli

Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér leiðréttar tölur um viðskiptajöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi 2024. Leiðréttingin varðar frumþáttatekjur af beinni fjárfestingu á fjórðungnum. Frumþáttatekjur skila eftir leiðréttingu 8 milljarða króna halla samanborið við 5,4 milljarða afgang í fyrri tölum.

Tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd sem birtar voru í síðustu viku hafa verið leiðréttar þannig að halli viðskiptajafnaðar er 13,4 milljörðum króna meiri en tölur frá því í síðustu viku gerðu ráð fyrir.

Leiðréttur viðskiptajöfnuður nemur því 43,9 milljörðum króna samanborið við 30,5 milljarða í síðustu viku. Áður hafði komið fram að niðurstaðan væri 3,3 milljörðum betri en á fyrri fjórðungi og 36,6 milljörðum lakari en á sama fjórðungi ári fyrr, en nú er ljóst að niðurstaðan er 10,1 milljarði verri en á fyrri fjórðungi og 50 milljörðum verri en

...