Mikil heimildarmyndaveisla Skjaldborgar og IceDocs verður haldin laugardaginn 14. september með metnaðarfullri dagskrá í Bíó Paradís. Sýndar verða verðlaunamyndir frá báðum hátíðunum í ár auk þess sem meistaraspjall og pallborðsumræður fara fram
Tónleikar Johnny King spilar fyrir bíógesti eftir sýningu myndarinnar Kúreki Norðursins: Sagan af Johnny King.
Tónleikar Johnny King spilar fyrir bíógesti eftir sýningu myndarinnar Kúreki Norðursins: Sagan af Johnny King.

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Mikil heimildarmyndaveisla Skjaldborgar og IceDocs verður haldin laugardaginn 14. september með metnaðarfullri dagskrá í Bíó Paradís. Sýndar verða verðlaunamyndir frá báðum hátíðunum í ár auk þess sem meistaraspjall og pallborðsumræður fara fram.

Kristín Andrea Þórðardóttir framkvæmdastjóri Skjaldborgar segir mikla grósku ríkja í heimildarmyndagerð á Íslandi í dag.

Hápunktar frá hvorri hátíð

„Þegar Skjaldborg kom til sögunnar árið 2007 var ekki mikið verið að hampa heimildarmyndum sérstaklega á Íslandi og mikil þörf var á heimildarmyndahátíð þar sem hægt væri að frumsýna og verðlauna íslenskar heimildarmyndir. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

...