Notendur appsins fá í mörgum tilfellum 25-40% bætingu á einkennum sinna sjúkdóma.
Linda Jónsdóttir og Tryggvi Þorgeirsson stýra Sidekick Health sem hyggst halda áfram að vaxa með ytri og innri vexti.
Linda Jónsdóttir og Tryggvi Þorgeirsson stýra Sidekick Health sem hyggst halda áfram að vaxa með ytri og innri vexti. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sidekick Health er rúmlega tíu ára gamalt heilbrigðistæknifyrirtæki sem á rætur að rekja til starfa stofnendanna, læknanna Tryggva Þorgeirssonar forstjóra og Sæmundar Oddssonar framkvæmdastjóra lækninga, í heilbrigðiskerfum bæði hér á landi og erlendis. Þeir upplifðu á eigin skinni afleiðingar þess að sjúklingar fengu ekki þann stuðning sem þeir þurftu og töldu brýna þörf á úrbótum í því hvernig staðið væri að meðferð við alvarlegum sjúkdómum og að nýta bæri tæknina til þess. „Upphaflega sá ég þetta fyrir mér sem tímabundið verkefni samhliða sérnámi í barnalæknisfræði. En verkefnið vatt hratt upp á sig. Okkur fannst við geta haft meiri áhrif til úrbóta á stórum skala með þessu móti en með hefðbundnum læknisstörfum,“ segir Tryggvi í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann kveðst aðspurður sakna þess stundum að starfa sem læknir. „Það er mjög gefandi að vinna með sjúklingum og hafa

...