Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Fiorentina á Ítalíu, kemur hingað til lands í vikunni til þess að gefa skýrslu fyrir dómi, að því er Vísir greindi frá í gær. Albert var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu á…
Ísland Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ísland Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. — Ljósmynd/Szilvia Micheller

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Fiorentina á Ítalíu, kemur hingað til lands í vikunni til þess að gefa skýrslu fyrir dómi, að því er Vísir greindi frá í gær. Albert var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu á þrítugsaldri í sumar og fer aðalmeðferð í málinu fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, fimmtudag og föstudag. Albert hefur lýst yfir sakleysi sínu en málið var þingfest 3. júlí. Þinghald í málinu er lokað.