Greiða þarf kílómetragjald af öllum ökutækjum í samræmi við notkun frá og með næstu áramótum . Þá verður stigið annað skrefið í breyttri gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Kílómetragjald sem lagt hefur verið á rafmagns- og tvinnbíla verður einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Bensín- og olíugjöld falla niður. Mun kílómetragjaldið þá ná til 233 þúsund ökutækja til viðbótar.

Breytingin á að skila ríkissjóði átta milljörðum og alls eru tekjur af ökutækjum og eldsneyti áætlaðar 74,4 ma. kr. á næsta ári.