Gert er ráð fyrir tæplega 41 milljarðs kr. halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, eða 0,8% af vergri landsframleiðslu, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Afkoman batnar milli ára um 16 milljarða frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár
Kynning Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á fundi með fjölmiðlum í gær.
Kynning Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á fundi með fjölmiðlum í gær. — Morgunblaðið/Eggert

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Gert er ráð fyrir tæplega 41 milljarðs kr. halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, eða 0,8% af vergri landsframleiðslu, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Afkoman batnar milli ára um 16 milljarða frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár. Hún er engu að síður um 15 milljörðum kr. lakari en gert var ráð fyrir í fjármálaáætluninni sem samþykkt var í vor vegna meiri verðbólgu og hærri vaxta en ætlað var.

Áætlað er að frumjöfnuður ríkisins, þ.e.

...