Sjálfbærniásinn 2024 var kynntur við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þar fengu 16 fyrirtæki viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. Það er enginn skortur á viðurkenningum, dyggðaskreytingum og sjálfshátíðum tengdum…
— Ljósmynd/Anron Brink

Sjálfbærniásinn 2024 var kynntur við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þar fengu 16 fyrirtæki viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. Það er enginn skortur á viðurkenningum, dyggðaskreytingum og sjálfshátíðum tengdum sjálfbærni, en Sjálfbærniásinn toppar þó allt sem Innherji hefur áður séð.

Fyrirtækin eru metin á skalanum 0-100, þar sem 0-49 stig flokkast sem slæmt, 50-59 stig meðal, 60-69 stig gott og 70-100 stig afbragðsgott. Það vekur athygli að sá markaður sem að meðaltali skoraði næsthæst á sjálfbærniásnum voru flugfélög. Raforkusölur skoruðu lægra en flugfélög, álver og framleiðsla. Sjávarútvegsfyrirtæki eru eini markaðurinn sem fékk falleinkunn, með að meðaltali 38 stig.

Bonus pater familias, það er góður, skynsamur og grandvar maður, sér það strax að þessi sjálfbærniás er ekki aðeins skakkur, hann er einfaldlega hugarburður.

...