Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, sagði í gær að staðfest væri að Íranar hefðu sent skammdrægar eldflaugar til Rússlands, og að gert væri ráð fyrir því að þeim yrði beitt gegn Úkraínu á næstu vikum
Bandamenn Blinken og Lammy heilsast hér í upphafi fundar síns.
Bandamenn Blinken og Lammy heilsast hér í upphafi fundar síns. — AFP/Mark Schiefelbein

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, sagði í gær að staðfest væri að Íranar hefðu sent skammdrægar eldflaugar til Rússlands, og að gert væri ráð fyrir því að þeim yrði beitt gegn Úkraínu á næstu vikum.

Blinken, sem fundaði með breskum ráðamönnum í Lundúnum í gær, sagði að Bandaríkin myndu nú ásamt bandamönnum sínum setja nýjar og hertar viðskiptaþvinganir á Íran fyrir að hafa sent eldflaugarnar. Sagði Blinken að þær refsiaðgerðir myndu meðal annars ná til íranska ríkisflugfélagsins Iran Air.

Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi tilkynntu síðar um daginn að þau hefðu fengið staðfestingu á vopnasendingum Írana til Rússlands. „Þetta er stigmögnun af hálfu bæði Írans og Rússlands og bein ógn við öryggi

...