Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson verða áfram þjálfarar karlaliðs ÍR í fótbolta næstu tvö árin en samningar þess efnis voru undirritaðir á mánudag. Árangur ÍR hefur verið góður á tímabilinu en nýliðarnir í 1

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson verða áfram þjálfarar karlaliðs ÍR í fótbolta næstu tvö árin en samningar þess efnis voru undirritaðir á mánudag. Árangur ÍR hefur verið góður á tímabilinu en nýliðarnir í 1. deild sitja í fjórða sæti og eru einum leik frá sæti í úrslitakeppni um sæti í Bestu deildinni að ári. Árni Freyr tók við liðinu á miðju sumri 2022 og Jóhann Birnir kom inn í þjálfarateymi ÍR um haustið. Á fyrsta tímabili þeirra saman fór ÍR upp úr 2. deildinni.

Fyrrverandi íþróttastjóri færeyska knattspyrnuliðsins NSÍ, Eyðstein Skipanes, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá afskiptum af íþróttinni fyrir ofbeldi gegn fjórða dómara í leik NSÍ og KÍ Klaksvík í Runavík þann 28. júní. Eyðstein reyndi að ráðast að dómurum leiksins eftir lokaflautið en gæslumenn náðu að stöðva hann inni á vellinum. Þegar dómararnir gengu

...