Ingvar Árni Sverrisson fæddist 25. september 1952. Hann lést 21. ágúst 2024.

Útför fór fram 10. september 2024.

Kær vinur og félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Hraunborg, Árni Sverrisson, er látinn eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Árna í gegnum Kiwanisstarfið en hann var einn af öflugum stofnfélögum og í fyrstu stjórn og annar forseti Hraunborgar starfsárið 1987-88 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Árni var íþróttamaður, var góður handboltamaður og keppti með Haukum og var þar virkur í stjórnarstörfum og það var hans félag þar sem hann var ötull liðsmaður. Einnig var hann valinn til forystustarfa víðar, var forstjóri St. Jósefspítala í Hafnarfirði og hjá Alzheimersamtökunum svo eitthvað sé nefnt þar sem hann kom að.

Við Hraunborgarfélagar söknum sárt okkar góða vinar og félaga og

...