Fullyrðingar ráðherrans um að undanþágurnar séu í samræmi við það sem tíðkast í nágrannalöndunum eru kolrangar

Samkeppnismál

Ólafur Stephensen

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra reyndi við Íslandsmetið í minnst sannfærandi frammistöðu stjórnmálamanns í sjónvarpsviðtali í Kastljósi RÚV í síðustu viku. Ráðherrann reyndi þar að verja breytinguna á búvörulögum, sem gerð var á Alþingi í vor fyrir hennar eigið tilstilli og annarra þingmanna í meirihluta atvinnuveganefndar, er afurðastöðvum í kjötiðnaði voru veittar víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum.

Ráðherrann er í þeirri stórfurðulegu stöðu að stýra ráðuneyti, sem gerði alvarlegar athugasemdir við lagasetninguna og undirbúning hennar. Hún notaði mikið af viðtalinu í Kastljósi í að verjast gagnrýni eigin ráðuneytis, sem er nógu einkennilegt út af fyrir sig. Tvennt

...