Reikniaðferðir notaðar til að reikna ábata samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru ófullkomnar og útreikningarnir byggjast á óvissum forsendum.
Bjarki Jóhannesson
Bjarki Jóhannesson

Bjarki Jóhannesson

Sú aðferð sem notuð er í útreikningum samgöngusáttmálans er kostnaðar-/ábatagreining eða „cost/benefit analysis“. Í kostnaðar-/ábatagreiningu eru þættir sem hafa áhrif metnir í peningum, sem flestir skilja. Útkoman er sömuleiðis metin í peningum og aðferðin á einkum við um einstakar framkvæmdir. Hún á síður við um jafn margþætta aðgerð og þá sem samgöngusáttmálinn felur í sér, þar sem peningagildi margra áhrifaþátta er metið með ágiskunum sem eru ónákvæmar. Að sama skapi gefur aðferðin þar mjög ónákvæmar niðurstöður.

Í meistaranámi mínu í skipulagsfræði við University of Illinois, sem er einn stærsti og virtasti háskóli í Bandaríkjunum, var farið mjög ítarlega í mat á skipulagi og samgöngum. M.a. sat ég námskeið í Urban Economics hjá prófessor Ian Bruckner, sem ég frétti síðar hjá erlendum kollega á alþjóðlegri

...