Vignir Vatnar Stefánsson
Vignir Vatnar Stefánsson

Vignir Vatnar Stefánsson stórmeistari bar sigur úr býtum á alþjóðlegu skákmóti sem lauk sl. mánudag á Kanaríeyjum.

Þetta er annar sigur Vignis í röð því fyrir rúmri viku sigraði hann á alþjóðlegu móti á Tenerife.

Sigur í þessum tveimur mótum hefur fært Vigni samtals 23 Elo-skákstig. Hann er nú langhæstur íslenskra skákmanna með 2.554 Elo-stig.

Mótið sem Vignir vann á Kanaríeyjum var opna Festival Internacional de Ajedrez Ciudad de Gáldar 2024. Yfir 140 skákmenn tóku þátt á mótinu og þar af voru 11 stórmeistarar.

Vignir hlaut 7,5 vinninga í 9 umferðum og var einn í efsta sætinu. Hann vann stórmeistarann Andrey Sumets (2.517 stig) með hvítu í lokaumferðinni í maraþonskák sem fór í 126 leiki.

Fimm skákmenn hlutu sjö vinninga.

...