Open nefnist sýning sem ­Ólafur Elíasson opnar í Samtímalista­safninu (MOCA) í Los Angeles 15. september. Sýningin, sem stendur til 6. júlí 2025, er fyrsta umfangsmikla einkasýning Ólafs í Los Angeles
Listamaður Ólafur Elíasson.
Listamaður Ólafur Elíasson. — Morgunblaðið/Ásdís

Open nefnist sýning sem ­Ólafur Elíasson opnar í Samtímalista­safninu (MOCA) í Los Angeles 15. september. Sýningin, sem stendur til 6. júlí 2025, er fyrsta umfangsmikla einkasýning Ólafs í Los Angeles. Í tilkynningu frá i8 kemur fram að sýningin endurspegli þá rannsókn á ljósum, litum, rúmfræði og umhverfisvitund sem Ólafur hefur unnið með allan sinn listferil. Sýningin samanstendur af röð staðbundinna innsetninga sem eru m.a. í samspili við safnbyggingu MOCA.

„Ólafur sýnir á annan tug verka sem pöntuð voru af stjórnendum MOCA, ásamt úrvali nýlegra verka sem skipulögð eru í kringum rannsóknir listamannsins á skynjun, sjóntækjabúnaði, eðlisfræði og náttúrufyrirbærum, siglingatækjum og litatilraunum. Ólafur vekur athygli á afstæði skynjunar okkar og véfengir venjulegar leiðir til að sjá og upplifa heiminn,“ segir í tilkynningu.