Tuttugu og fjögur ár – fjörutíu og sjö þáttaraðir. Survivor er eiginlega réttnefni því það er ein langlífasta þáttaröð í heimi og hefur notið ótrúlegra vinsælda. Þegar ég var unglingur horfði ég á gamlar þáttaraðir á einhverjum sjóræningjasíðum
Erfitt Keppendur stofna samfélag á eyðieyju.
Erfitt Keppendur stofna samfélag á eyðieyju.

Ragnheiður Birgisdóttir

Tuttugu og fjögur ár – fjörutíu og sjö þáttaraðir. Survivor er eiginlega réttnefni því það er ein langlífasta þáttaröð í heimi og hefur notið ótrúlegra vinsælda. Þegar ég var unglingur horfði ég á gamlar þáttaraðir á einhverjum sjóræningjasíðum. Síðan þá hefur mér oft orðið hugsað til þáttanna enda ávanabindandi í meira lagi. Mér til mikillar gleði rakst ég á þá á Sjónvarpi Símans á dögunum og tók upp þráðinn á ný.

Survivor, eða Strandaglópar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku, eru raunveruleikaþættir þar sem hópur fólks býr við erfiðar aðstæður á eyðieyju og stofnar þar samfélag. Um er að ræða útsláttarkeppni. Á nokkurra daga fresti kjósa keppendurnir hvern félaga sinna þeir vilja reka af eyjunni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari og fær eina milljón bandaríkjadala

...