Samkvæmt nýju fréttariti Eignastýringar Kviku fyrir september kemur fram að ólíklegt sé að Seðlabanki Íslands lækki vexti á næsta fundi peningastefnunefndar í október. Þar kemur jafnframt fram að Kvika líti svo á að verðbólga þyrfti að lækka um að…
Rit eignastýringar Kviku setti fram hugleiðingar um verðbólgu.
Rit eignastýringar Kviku setti fram hugleiðingar um verðbólgu.

Samkvæmt nýju fréttariti Eignastýringar Kviku fyrir september kemur fram að ólíklegt sé að Seðlabanki Íslands lækki vexti á næsta fundi peningastefnunefndar í október. Þar kemur jafnframt fram að Kvika líti svo á að verðbólga þyrfti að lækka um að lágmarki þrjár kommur til að Seðlabankinn meti það svo að raunaðhaldið sé nægilegt (þ.e. verðbólga mælist 5,7% eða lægra) og vaxtalækkun komi þannig til álita.

Ólíklegt þykir að verðbólga hafi lækkað nóg til að réttlæta vaxtalækkun hjá peningastefnunefnd þegar hún kemur saman í október, því munu vextir að líkindum haldast óbreyttir. Að mati Kviku er vonast til að verðbólga lækki niður í allt að 5,6% þegar nefndin kemur saman í nóvember.

Ef það gengur eftir myndi skapast svigrúm til að lækka vexti. Ólíklegt er að það væri meira en 25 punkta lækkun.