Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fv. formaður Húseigendafélagsins, lést 5. september sl., 71 árs að aldri.

Sigurður fæddist í Reykjavík 24. mars 1953. Foreldrar hans voru þau Laura Risten Friðjónsdóttir Döving húsmóðir og Guðjón Breiðfjörð Jónsson bifvélavirki. Fósturforeldrar Sigurðar voru móðurforeldrar hans þau Berit Gunhild Risten, sem var Sami frá Tana í N-Noregi, og Friðjón Sigurðsson.

Sigurður Helgi lauk menntaskólaprófi frá MT 1974 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1979. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1980 og fyrir hæstarétti 1986.

Sigurður var lögfræðingur og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins frá 1977-1985 og aftur frá 1992 þar til í vor á þessu ári. Jafnframt var hann formaður félagsins frá 1995. Samhliða störfum sínum hjá Húseigendafélaginu gegndi

...