Ævar Örn Jósepsson ræðir við glæpasagnahöfundana Joachim B. Schmidt og Satu Rämö á Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag, 12. september, kl. 17. Joachim og Satu settust bæði að á Íslandi og hafa slegið í gegn með glæpasögum sínum sem gerast hér á…

Ævar Örn Jósepsson ræðir við glæpasagnahöfundana Joachim B. Schmidt og Satu Rämö á Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag, 12. september, kl. 17.

Joachim og Satu settust bæði að á Íslandi og hafa slegið í gegn með glæpasögum sínum sem gerast hér á landi, á Raufarhöfn og Ísafirði, eins og fram kemur í tilkynningu. Ævar, sem ruddi sjálfur brautina í íslenskum glæpasagnaskrifum, yfirheyrir þau um hvers vegna þau völdu Ísland, bæði sem heimili og sögusvið.