Þótt veðmálastarfsemi hér á landi sé sniðinn þröngur stakkur verja fáar þjóðir jafnháum fjárhæðum í veðmál og Íslendingar. Veðmálin fara fram í vaxandi mæli á erlendum veðmálasíðum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem ber heitið Veðjað á rangan hest

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Þótt veðmálastarfsemi hér á landi sé sniðinn þröngur stakkur verja fáar þjóðir jafnháum fjárhæðum í veðmál og Íslendingar. Veðmálin fara fram í vaxandi mæli á erlendum veðmálasíðum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem ber heitið Veðjað á rangan hest.

Viðskiptaráð telur tímabært að hverfa frá 100 ára banni við veðmálum og leggur til að starfsleyfakerfi verði komið á fót í veðmálastarfsemi í stað sérleyfa. Með því yrði umgjörð veðmála færð nær því horfi sem er erlendis. Breytt fyrirkomulag gæti skilað 5 milljörðum króna árlega í formi viðbótarskatta.

Gunnar Úlfarsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilsettum árangri.

...