Utanríkisráðherra Írans, Abbas Araghchi, mótmælti í gær refsiaðgerðum sem Bretar, Frakkar og Þjóðverjar tilkynntu að þeir myndu setja á Íran í fyrradag vegna sölu þeirra á eldflaugum til Rússlands. Sagði Araghchi á samfélagsmiðlum sínum að ekkert…
Abbas Araghchi
Abbas Araghchi

Utanríkisráðherra Írans, Abbas Araghchi, mótmælti í gær refsiaðgerðum sem Bretar, Frakkar og Þjóðverjar tilkynntu að þeir myndu setja á Íran í fyrradag vegna sölu þeirra á eldflaugum til Rússlands.

Sagði Araghchi á samfélagsmiðlum sínum að ekkert væri hæft í yfirlýsingum vesturveldanna um að Íranir hefðu selt Rússum vopn, og að refsiaðgerðir væru ekki „hluti af lausninni, heldur vandanum“.

Bandaríkjastjórn hefur lýst því yfir að Íranir hafi nú þegar afhent Rússum um 200 skammdrægar eldflaugar og að þeim verði beitt innan fárra vikna í Úkraínu.