Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veita Ölgerðinni vilyrði fyrir lóð á athafnasvæðinu á Hólmsheiði með fyrirvara um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina. Stærð hennar verður ákveðin í skipulaginu

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veita Ölgerðinni vilyrði fyrir lóð á athafnasvæðinu á Hólmsheiði með fyrirvara um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina. Stærð hennar verður ákveðin í skipulaginu.

Fram kemur í gögnum sem lögð voru fyrir borgarráð að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hafi óskað eftir því að fá vilyrði fyrir lóð á svæðinu en félagið hyggst reisa þar húsnæði vegna starfsemi sinnar.

Í lóðarvilyrðinu kemur fram að athafnasvæðið sé í nágrenni við vatnsból og gera þurfi sérstakar kröfur í deiliskipulagi um að fyrirhuguð uppbygging og framkvæmdir feli ekki í sér mögulega mengunarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum.

Verðmat fasteignasala

...