Hafin er vinna við uppsetningu göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut. Helsta hlutverk hennar verður að tryggja gönguleið skólabarna í hinni nýju Vogabyggð til og frá Vogaskóla. Börnin þurfa að fara yfir mjög fjölfarna hraðbraut sem Sæbrautin er
Brúarstæðið Myndin er tekin frá Snekkjuvogi yfir að Tranavogi við hina nýju Vogabyggð. Starfsmenn Ístaks hófu á dögunum að vinna við undirstöður.
Brúarstæðið Myndin er tekin frá Snekkjuvogi yfir að Tranavogi við hina nýju Vogabyggð. Starfsmenn Ístaks hófu á dögunum að vinna við undirstöður. — Morgunblaðið/sisi

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Hafin er vinna við uppsetningu göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut. Helsta hlutverk hennar verður að tryggja gönguleið skólabarna í hinni nýju Vogabyggð til og frá Vogaskóla.

Börnin þurfa að fara yfir mjög fjölfarna hraðbraut sem Sæbrautin er. Því hefur Reykjavíkurborg skipulagt skólaakstur undanfarna vetur og svo verður áfram þennan veturinn.

Skiltabrýr verða settar upp sitt hvorum megin við brúna til að koma í veg fyrir að há ökutæki rekist upp í hana. Eins og gefur að skilja gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar ef slíkt gerðist.

Vegagerðin stendur fyrir verkinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Brúin verður staðsett

...