Lögreglan á Austurlandi hefur fengið í hendur bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á hjónum á áttræðisaldri sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað 22. ágúst. Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað hjónunum var sl
Neskaupstaður Hjón fundust látin á heimili sínu og er einn grunaður.
Neskaupstaður Hjón fundust látin á heimili sínu og er einn grunaður. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Guðmundur Hilmarsson

gummih@mbl.is

Lögreglan á Austurlandi hefur fengið í hendur bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á hjónum á áttræðisaldri sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað 22. ágúst.

Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað hjónunum var sl. föstudag framlengt til 4. október en hann var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði. Fallist hefur verið á geðrannsókn á honum.

...