Tvær verkfræðistofur gerðu tilboð í hönnun borgarlínunnar, lotu 1, eftir Suðurlandsbraut og Laugavegi.

Vegagerðin auglýsti útboðið í maí í vor og tilboð voru opnuð 10. september. Eftirtaldir lögðu fram tilboð innan tilboðsfrests: Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík og VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík.

Þann 24. september nk. verða bjóðendum kynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Verkið felst í forhönnun á einum verkhluta og verkhönnun á alls sex verkhlutum og eru verkmörk frá austari enda Suðurlandsbrautar (Suðurlandsbraut 72) að gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar. Kaflinn er alls um 3,7 kílómetrar. Innifalið í verkinu er m.a. hönnun gatna, gatnamóta sem ýmist eru ljósastýrð eða ekki, stíga, gangstétta, gróðursvæða,

...