„Það hefur verið baráttumál í mörg ár að laga þetta viðbragð neyðaraðila. Mér finnst þetta því góð niðurstaða,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur falið Þór og Jóni Viðari…
Breytingar Leitað er að húsi fyrir sjúkrabíl við Austurströnd eða Eiðistorg.
Breytingar Leitað er að húsi fyrir sjúkrabíl við Austurströnd eða Eiðistorg. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það hefur verið baráttumál í mörg ár að laga þetta viðbragð neyðaraðila. Mér finnst þetta því góð niðurstaða,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur falið Þór og Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra að finna hentugt húsnæði fyrir útkallseiningu fyrir sjúkrabíl á Seltjarnarnesi á álagstímum í umferð. Sú vinna stendur nú yfir og er að sögn Þórs horft til húsnæðis við Eiðistorg eða við Austurströnd. Sú staðsetning kom best út úr rýni sem gerð var fyrir Seltjarnarnes og vestasta hluta Reykjavíkur.

Þór segir að mælingar hafi sýnt að viðbragð sjúkrabíla hafi ekki verið ásættanlegt fyrir vestasta hluta Reykjavíkur og Seltjarnarnes.

...