Séra Hjálmar Jónsson rakst á það í fréttum RÚV að stytta Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni væri enn í geymslum Fíladelfíuborgar. Sex ár eru liðin frá því spellvirkjar afhöfðuðu styttuna og köstuðu henni út í Schuylkill-ána

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Séra Hjálmar Jónsson rakst á það í fréttum RÚV að stytta Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni væri enn í geymslum Fíladelfíuborgar. Sex ár eru liðin frá því spellvirkjar afhöfðuðu styttuna og köstuðu henni út í Schuylkill-ána. Lilja Alfreðsdóttir segir ekki standa til að menningar- og viðskiptaráðuneytið hlutist til um endurreisn styttunnar, enda sé það innanríkismál. Hjálmari varð að orði:

Sjálfur bar hann sverð og skjöld,

sýndi kjark og festu,

en nú eru íslensk yfirvöld

afskiptalaus að mestu.

Annars bárust þær fregnir frá Hagstofunni að heildarfjöldi kinda á Íslandi væri kominn niður í 354.986 eða 0,94 kind á hvern íbúa. Til samanburðar má

...