„Það er eins og málsmeðferðin sem Landsvirkjun fékk, á Alþingi, hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun, sé einfaldlega þannig að pappírarnir frá henni voru stimplaðir og afgreiddir. Það voru verulega ámælisverð vinnubrögð viðhöfð alls staðar í…

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Það er eins og málsmeðferðin sem Landsvirkjun fékk, á Alþingi, hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun, sé einfaldlega þannig að pappírarnir frá henni voru stimplaðir og afgreiddir. Það voru verulega ámælisverð vinnubrögð viðhöfð alls staðar í ferlinu,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í samtali við Morgunblaðið, en sveitarstjórnin kærði í gær til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfi sem Orkustofnun veitti fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi sem Landsvirkjun áformar að byggja.

„Að okkar mati er öruggt að leyfið verður fellt úr gildi og fari svo þýðir það að Landsvirkjun verður að sækja um virkjunarkostinn aftur í rammaáætlun. Það þýðir að Búrfellslundur verður ekki byggður í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir Haraldur

...