Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri frystitogarans Mark, sem gerður er út frá Bremerhaven í Þýskalandi, umbylti aflabrögðum þegar útgerðin BP í Hollandi samþykkti að fjárfesta í íslenskum Marport-veiðarfæranemum í hlera og troll
Meiri afli Mark er 90 metra langur, 4.700 tonna frystitogari sem var með 427 tonn af grálúðu í síðasta túr.
Meiri afli Mark er 90 metra langur, 4.700 tonna frystitogari sem var með 427 tonn af grálúðu í síðasta túr.

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri frystitogarans Mark, sem gerður er út frá Bremerhaven í Þýskalandi, umbylti aflabrögðum þegar útgerðin BP í Hollandi samþykkti að fjárfesta í íslenskum Marport-veiðarfæranemum í hlera og troll.

Þegar Morgunblaðið náði tali af Þorvaldi í gær var hann staddur í Þýskalandi á leiðinni út á sjó og stefnan sett á grálúðu- og karfaveiðar við vesturströnd Grænlands.

...