„Það eru sannarlega dásamlega hátíðlegir tímar fram undan með fjölda hápunkta,“ segir Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ), spurð út í 75 ára starfsafmæli sveitarinnar á næsta ári sem fagnað verður á margvíslegan hátt í vetur
Aðalhljómsveitarstjórinn „Ég er virkilega spennt fyrir þessu afmælisári,“ segir hin finnska Eva Ollikainen.
Aðalhljómsveitarstjórinn „Ég er virkilega spennt fyrir þessu afmælisári,“ segir hin finnska Eva Ollikainen. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Það eru sannarlega dásamlega hátíðlegir tímar fram undan með fjölda hápunkta,“ segir Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ), spurð út í 75 ára starfsafmæli sveitarinnar á næsta ári sem fagnað verður á margvíslegan hátt í vetur. Blaðamaður settist niður með Ollikainen á skrifstofu hennar í Hörpu og þáði hjá henni bolla af rjúkandi heitu tei áður en viðtalið hófst. Skemmtum við okkur konunglega yfir því að ferðast báðar með okkar eigið te hvert sem við förum og gleymdum við okkur því aðeins í fróðlegu spjalli um hinar ýmsu tetegundir áður en við komum okkur að aðalatriðinu, sjálfri efnisskrá vetrarins.

Starfsár SÍ hófst að þessu sinni hinn 16. ágúst

...