Öryggi Bandarískir landgönguliðar æfðu í Hvalfirði árið 2022.
Öryggi Bandarískir landgönguliðar æfðu í Hvalfirði árið 2022. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Varðberg, félag um vestræna samvinnu og alþjóðamál, stendur fyrir pallborðsumræðum um hnattrænar áskoranir og öryggis- og varnarsamstarf með þátttöku formanna utanríkisnefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Viðburðurinn verður haldinn mánudaginn 23. september í Háskólanum í Reykjavík.

Fjallað verður um hnattrænar áskoranir, m.a. stríðið í Úkraínu, áhrif aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og varnar- og öryggissamstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.

Davíð Stefánsson formaður Varðbergs flytur opnunarorð en fundarstjórn verður í höndum Diljár Mistar Einarsdóttur, formanns utanríkismálanefndar Alþingis.

Viðburðinum verður streymt á netinu og einnig birtur síðar textaður á samfélagsmiðlum.

Áhugasömum er bent á

...