Niðurstöður úr skoðanakönnunum og frá þeim viðhorfshópum sem leitað var til vestanhafs í gær bentu til þess að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi demókrata, hefði staðið sig betur en Donald Trump, fyrrverandi forseti og…
Kappræður Trump og Harris takast hér í hendur við upphaf kappræðnanna í Fíladelfíuborg í fyrrinótt. Lýstu báðir flokkar yfir sigri að ræðum loknum.
Kappræður Trump og Harris takast hér í hendur við upphaf kappræðnanna í Fíladelfíuborg í fyrrinótt. Lýstu báðir flokkar yfir sigri að ræðum loknum. — AFP/Saul Loeb

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Niðurstöður úr skoðanakönnunum og frá þeim viðhorfshópum sem leitað var til vestanhafs í gær bentu til þess að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi demókrata, hefði staðið sig betur en Donald Trump, fyrrverandi forseti og frambjóðandi repúblikana, í fyrstu kappræðum þeirra sem haldnar voru í Fíladelfíuborg í fyrrinótt.

Þannig töldu 63% þeirra sem svöruðu könnun CNN-sjónvarpsstöðvarinnar að Harris hefði staðið sig betur, en 37% töldu Trump hafa haft betur. Mikill meirihluti þeirra sem svöruðu könnuninni sögðu hins vegar einnig að kappræðurnar myndu ekki hafa nein áhrif á atkvæði þeirra.

Einn helsti vendipunktur kappræðnanna kom þegar frambjóðendurnir voru spurðir út í innflytjendamál, sem kannanir benda til að

...