Halldór Ævar Þiðrandason fæddist 30. maí 1946 í Sæbóli í Ólafsfirði. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri 30. ágúst 2024 eftir snarpa baráttu við krabbamein.

Foreldrar hans voru Þiðrandi Ingimarsson, f. 30.8. 1903, d. 14.4. 1967, og Snjólaug Jónsdóttir f. 13.9. 1913, d. 18.4. 1996. Systkini Ævars voru Ingimar Þiðrandason, f. 24.6. 1937, d. 8.6. 2013, Gestur Pálmason, f. 20.3. 1942, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, f. 13.4. 1942, Hulda Þiðrandadóttir, f. 18.2. 1945, og Sveinbjörn Þiðrandason, f. 8.3. 1948, sem lést af slysförum 5. júlí 1965.

Árið 1974 flutti Ævar ásamt móður sinni og bræðrum frá Sæbóli að Hlíðarvegi 27 sem Ingimar byggði. Ævar innréttaði íbúð á neðri hæðinni og bjó þar til 1981. Árið 1981 hóf Ævar sambúð með Halldóru Marý Walderhaug, f. 16.12. 1936. Þau gengu í hjónaband 7. maí 1997 og bjuggu alla sína sambúð í

...