Afar mikilvægt er að borgarstjórn Reykjavíkur nái saman um aðgerðir til að binda enda á langt tímabil hallarekstrar og skuldasöfnunar.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar versnar enn. Nýbirtur árshlutareikningur fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að ekkert lát er á ábyrgðarlausri skuldasöfnun borgarinnar þrátt fyrir stórauknar tekjur. Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn hefur litla stjórn á fjármálum borgarinnar þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar um annað.

Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs (A-hluta) Reykjavíkurborgar var jákvæð um 196 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en rekstrarafgangur samstæðunnar nam um 406 milljónum. Er það mun skárri rekstrarniðurstaða en á sama tímabili í fyrra þegar borgarsjóður var gerður upp með 921 milljónar króna tapi og samstæðan með 6,7 milljarða króna tapi.

Rekstrarafkoma borgarsjóðs var þó 1.707 milljónum króna lakari fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs en áformað var

...