Bryndís Klara Birgisdóttir
Bryndís Klara Birgisdóttir

Landsmenn eru hvattir til að kveikja á friðarkerti við heimili sín á morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 30. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15.

Er það Anna Björt Sigurðardóttir sem átti frumkvæði að kertastundinni, en hún hefur engin tengsl við fjölskyldu Bryndísar Klöru. Fjölskyldan var þó upplýst um hugmyndina fyrir fram.

„Ég einfaldlega upplifi mikinn vanmátt og gríðarlega sorg yfir því á hvaða stað við erum komin sem samfélag. Þess vegna vildi ég gera eitthvað til þess að hjálpa þótt ég viti að ekkert í heiminum mun bæta þá sorg sem fjölskylda og nánustu aðstandendur þessarar ungu stúlku standa frammi fyrir,“ segir hún.

Matvöruverslanir munu nú margar setja friðarkerti í sölu og mun allur ágóði af sölu þeirra renna óskiptur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. Einnig má leggja beint inn á reikn­ing

...