Vinirnir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, oftast kölluð Sigga Eyrún, og Bjarni Snæbjörnsson eru að eigin sögn ástríðufullir söng-leikarar. Síðustu ár hafa þau verið iðin við að leika í söngleikjum, setja upp og sýna eigin söngleiki sem og að halda tónleika með hinum ýmsu söngleikjaþemum
Söngleikjastælar Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Bjarni Snæbjörnsson fagna vináttunni með tónleikaröð.
Söngleikjastælar Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Bjarni Snæbjörnsson fagna vináttunni með tónleikaröð. — Morgunblaðið/Eggert

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Vinirnir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, oftast kölluð Sigga Eyrún, og Bjarni Snæbjörnsson eru að eigin sögn ástríðufullir söng-leikarar. Síðustu ár hafa þau verið iðin við að leika í söngleikjum, setja upp og sýna eigin söngleiki sem og að halda tónleika með hinum ýmsu söngleikjaþemum.

Í vetur standa þau fyrir tónleikaröðinni Söngleikjastælum, ásamt Karli Olgeirssyni og hljómsveit, en hún fer fram í Salnum í Kópavogi og hefst í næstu viku, föstudaginn 20. september. Um er að ræða fimm tónleika og á hverja þeirra mæta til þeirra tveir gestasöngvarar og flytja sín uppáhaldssöngleikjalög en þeir eru: Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa), Una Torfadóttir, Valgerður Guðnadóttir, Örn Árnason, Margrét Eir Hönnudóttir, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), Björgvin

...