Fjölskyldur og vinir þeirra sem létust í hryðjuverkunum í New York og Washington hinn 11. september 2001 komu saman í gær til þess að minnast þeirra sem fórust í hryðjuverkunum fyrir 23 árum. Settu aðstandendur blóm við nöfn ástvina sinna á…
— AFP/Michael M. Santiago

Fjölskyldur og vinir þeirra sem létust í hryðjuverkunum í New York og Washington hinn 11. september 2001 komu saman í gær til þess að minnast þeirra sem fórust í hryðjuverkunum fyrir 23 árum.

Settu aðstandendur blóm við nöfn ástvina sinna á minnismerkinu í New York-borg, en á sama tíma sóttu helstu fyrirmenni Bandaríkjanna, þ.á m. forsetaframbjóðendur beggja flokka, sérstaka minningarathöfn við þann stað þar sem tvíburaturnarnir tveir stóðu.

Þá voru einnig minningarathafnir við Pentagon-bygginguna í Washington og svo í Shanksville í Pennsylvaníu þar sem flugvél American Airlines, Flight 93, hrapaði til jarðar.