Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að skoða af mikilli alvöru þá ósk Listaháskóla Íslands (LHÍ) að sameina starfsemi skólans í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti í Reykjavík í stað gamla Tollhússins við Tryggvagötu.

Með flutningi Tækniskólans í nýtt húsnæði í Hafnarfirði, sem áætlað er að rísi haustið 2029, skapast tækifæri til að nýta húsnæði skólans á Skólavörðuholti með öðrum hætti. Samkvæmt nýrri greiningu myndi þessi breyting ekki aðeins bæta verulega aðstöðu fyrir nemendur og kennara heldur einnig spara milljarða króna í framkvæmdakostnaði. Er það háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið sem greinir frá þessu.

Áætlað hefur verið að LHÍ gæti flutt inn í Tollhúsið eftir átta til tíu ár en í tilfelli Skólavörðuholts yrðu það að öllum líkindum aðeins fjögur til fimm ár, eða árið 2029.

Fyrstu áform um

...