Skógarfura Johan Holst mælir þvermálið á tré ársins 2024.
Skógarfura Johan Holst mælir þvermálið á tré ársins 2024. — Ljósmynd/Rúnar Birgir Gíslason

Skógarfura (Pinus sylvestris) í Varmahlíð í Skagafirði varð fyrir valinu sem tré ársins 2024. Valið var tilkynnt með formlegri athöfn í skógarlundi í Varmahlíð síðastliðinn sunnudag.

Skógarfura hefur ekki áður orðið fyrir valinu hjá Skógræktarfélagi Íslands. Á vef félagsins kemur m.a. fram að skógarfuran hafi verið gróðursett víða hér á landi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hún telst hins vegar sjaldgæf í dag eftir að furulús grandaði henni að mestu.

Athöfnin í Varmahlíð hófst með því að söngkvartettinn Vorvindar glaðir flutti nokkur lög. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, ávarpaði gesti, en auk hans fluttu ávörp Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl verkefnisins um Tré ársins. Var Skógræktarfélagi Skagfirðinga

...