— AFP/Ben Stansall

Starfsmaður hjá uppboðshúsinu Sotheby's í London hélt á blaðamannafundi fyrr í vikunni á VOX HDC-77-rafmagnsgítar sem áður var í eigu bandaríska tónlistarmannsins Prince. Fundurinn var haldinn til að kynna uppboð sem nefnist Popular Culture Auction sem lýkur í dag. Á uppboðinu voru boðnir upp munir sem tengjast tónlistarfólki á borð við Marianne Faithfull, Jimi Hendrix, John Lennon, Miles Davis, Frank Sinatra og Kurt Cobain og hljómsveitum eins og Who, Queen, Rolling Stones og Bítlunum.