„Það verður alls konar bras næstu daga að ná kindum úr fjöllunum. Við ætluðum að smala núna um helgina,“ segir Jón Elvar Númason, sauðfjárbóndi á Þrasastöðum í Fljótum, í samtali við Morgunblaðið í gær
Sumarið kom ekki Sauðfé í Reykjarétt í Ólafsfirði í gær.
Sumarið kom ekki Sauðfé í Reykjarétt í Ólafsfirði í gær. — Ljósmynd/Íris Jónsdóttir

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Það verður alls konar bras næstu daga að ná kindum úr fjöllunum. Við ætluðum að smala núna um helgina,“ segir Jón Elvar Númason, sauðfjárbóndi á Þrasastöðum í Fljótum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Á Þrasastöðum rekur Jón eitt stærsta sauðfjárbú landsins með um 800 fjár. Aftakaveður gerði á Norðurlandi og víðar um helgina sem hefur nú slotað að mestu.

„Ég fór daginn fyrir óveðrið og náði að ýta þeim niður eins og ég

...