Í bráðlætinu má segja að „barninu hafi verið varpað burt með baðvatninu“. Síðan höfum við búið við aðalnámskrár með loðin og ómælanleg hæfniviðmið.
Meyvant Þórólfsson
Meyvant Þórólfsson

Meyvant Þórólfsson

Nærri tveir áratugir eru liðnir síðan íslenskum nemendum bauðst síðast að þreyta samræmd lokapróf í stærðfræði, náttúruvísindum og íslensku að loknu skyldunámi. Á sama tíma hefur námsárangri hrakað jafnt og þétt á þessum sömu námssviðum í alþjóðlegum samanburðarmælingum. Ekki eru horfur á að það breytist á næstu árum.

Aðalnámskrá 1999

Samræmd lokapróf voru síðast í boði á gildistíma Aðalnámskrár 1999. Að mati undirritaðs hefur engin opinber námskrá á Íslandi verið eins hyggilega úr garði gerð hvað inntak snertir og námsmarkmið. Talsverð vinna var lögð í gerð hennar, enda afraksturinn eftir því: Vönduð inntaksmiðuð námskrá í tólf heftum þar sem gætt var að samsvörun milli alhliða þroska nemenda, hagnýtra námssviða og fræðigreina. Hún studdi við samfellda uppbyggingu náms og kennslu frá 1. bekk upp

...