Svana Helen Björnsdóttir
Svana Helen Björnsdóttir

„Gríðarleg áhætta fylgir markmiðum og verkefnum samgöngusáttmálans eins og hann liggur fyrir í núverandi mynd. Það er hryggilegt að mörg ár hafi liðið án þess að unnið hafi verið að raunverulegum samgöngubótum og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa sífellt orðið torveldari. Það er freistandi að ganga í þann hóp sem fagnar væntum samgöngubótum og samþykkir umsvifalaust fallega framfarasýn en um leið er það ábyrgðarleysi að benda ekki á og vara við alvarlegum ágöllum samgöngusáttmálans.“

Þetta skrifar Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, í aðsendri grein í Morgunblaðið.

Segir hún látið að því liggja að ef sveitarfélög samþykki ekki sáttmálann geti það haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. 41