Þegar þessi bakvörður er ritaður eru tæpir tveir sólarhringar síðan Tyrkland hafði betur gegn Íslandi, 3:1, í Þjóðadeild karla í fótbolta í Izmir í Tyrklandi. Allir sem hafa tök á ættu að prófa að fara á fótboltaleik þar í landi

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Þegar þessi bakvörður er ritaður eru tæpir tveir sólarhringar síðan Tyrkland hafði betur gegn Íslandi, 3:1, í Þjóðadeild karla í fótbolta í Izmir í Tyrklandi. Allir sem hafa tök á ættu að prófa að fara á fótboltaleik þar í landi. Það er upplifun sem gleymist aldrei. Lætin í tyrknesku stuðningsmönnunum eru engu lík og stemningin algjörlega einstök.

Það hjálpaði íslenska liðinu að sjálfsögðu ekki neitt að lenda undir snemma leiks. Markið breytti ekki aðeins stöðunni innan vallar heldur í stúkunni sömuleiðis. Urðu lætin enn meiri og aðstæðurnar enn erfiðari fyrir íslenska liðið.

Baulið þegar íslenska liðið hélt boltanum í nokkrar sekúndur var ógnvænlegt og við það myndaðist pressa. Það er skiljanlegt að yngri

...