Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson fer vel af stað með sínu nýja félagi Gummersbach en hann gekk til liðs við þýska félagið í sumar frá þýska stórliðinu Flensburg. Teitur Örn, sem er 25 ára gamall, er uppalinn á Selfossi en gekk til liðs við Kristianstad í Svíþjóð þegar hann var tvítugur
Skytta Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er kominn til Gummersbach.
Skytta Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er kominn til Gummersbach. — Morgunblaðið/Eggert

Þýskaland

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson fer vel af stað með sínu nýja félagi Gummersbach en hann gekk til liðs við þýska félagið í sumar frá þýska stórliðinu Flensburg.

Teitur Örn, sem er 25 ára gamall, er uppalinn á Selfossi en gekk til liðs við Kristianstad í Svíþjóð þegar hann var tvítugur. Hann lék með sænska liðinu í þrjú tímabil en gekk svo til liðs við Flensburg í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár.

Selfyssingurinn var markahæsti leikmaður Gummersbach þegar liðið tryggði sér á dögunum sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stórsigri gegn Mors-Thy frá Danmörku, 39:30, í síðari leik liðanna í Þýskalandi. Teitur Örn skoraði 7 mörk í leiknum og var markahæstur en Gummersbach,

...