Yfir 500 manns hafa sungið í kirkjukórum í 30 ár eða lengur og nokkrir í yfir 70 ár. Á Kirkjudögum í Lindakirkju í Kópavogi í lok ágúst mættu margir úr hópnum og fengu heiðursviðurkenninguna Liljuna fyrir framlag sitt á sviði kirkjutónlistar
Stofnfélagar Hörður Guðmundsson, Guðmundur Rafnar Valtýsson og Böðvar Ingi Ingimundarson eru fæddir og uppaldir í Laugardalnum og hafa sungið meira og minna með kórnum síðan hann var stofnaður 18. apríl 1952.
Stofnfélagar Hörður Guðmundsson, Guðmundur Rafnar Valtýsson og Böðvar Ingi Ingimundarson eru fæddir og uppaldir í Laugardalnum og hafa sungið meira og minna með kórnum síðan hann var stofnaður 18. apríl 1952.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Yfir 500 manns hafa sungið í kirkjukórum í 30 ár eða lengur og nokkrir í yfir 70 ár. Á Kirkjudögum í Lindakirkju í Kópavogi í lok ágúst mættu margir úr hópnum og fengu heiðursviðurkenninguna Liljuna fyrir framlag sitt á sviði kirkjutónlistar. Þar á meðal voru nokkrir kórfélagar í Söngkór Miðdalskirkju og einn þeirra er Guðmundur Rafnar Valtýsson, fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Laugarvatni (1959-1997) og oddviti Laugardalshrepps í fimm ár.

„Ég byrjaði að syngja í Söngkór Miðdalskirkju þegar ég var 14 ára, var einn af stofnfélögunum 18. apríl 1952 og var settur í millirödd, en varð síðar tenór,“ segir Guðmundur. Tveir aðrir stofnfélagar eru enn í kórnum, Böðvar Ingi Ingimundarsson, sem var einnig settur í millirödd á fermingaraldri, og Hörður

...