Við horfum oft einvörðungu á vélvæðingu utan heimilanna, eins og hún hafi skipt meira máli í sögunni, en margt í vélvæðingu inni á heimilum hafði afgerandi áhrif á framgang sögunnar. Með tilkomu saumvéla urðu miklar breytingar á daglegu lífi kvenna, störfum þeirra og sjálfstæði
Nicoline Weywadt Hér við saumavél sína heima á Djúpavogi 1867. Hún lærði ljósmyndun fyrst íslenskra kvenna.
Nicoline Weywadt Hér við saumavél sína heima á Djúpavogi 1867. Hún lærði ljósmyndun fyrst íslenskra kvenna. — Ljósmynd/Johann Holm-Hansen/Þjóðminjasafn Íslands

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Við horfum oft einvörðungu á vélvæðingu utan heimilanna, eins og hún hafi skipt meira máli í sögunni, en margt í vélvæðingu inni á heimilum hafði afgerandi áhrif á framgang sögunnar. Með tilkomu saumvéla urðu miklar breytingar á daglegu lífi kvenna, störfum þeirra og sjálfstæði. Við eigum það til að taka vinnuframlagi kvenna sem sjálfsögðum hlut, en fyrir tíma saumavéla hefur verið gríðarleg vinna fyrir konur að sauma í höndunum flíkur á alla fjölskyldumeðlimi og gera við,“ segir Arnheiður Steinþórsdóttir MA í sagnfræði en hún hélt í vikunni erindi í Háskóla Íslands um áhrif saumavélarinnar á íslenskt samfélag á árunum 1865-1920, og hvernig saumavélar fóru úr því að vera munaðarvara yfir í þarfaþing.

„Í kringum 1850 komu saumavélar til

...