Víkingur á enn fína möguleika á að ná þriðja sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á FH á útivelli í efri hluta deildarinnar á Kaplakrikavelli í gærkvöldi, 3:0. Shaina Ashouri var einn allra besti leikmaður FH þegar hún lék þar tímabilin…
Tvenna Shaina Ashouri skoraði tvö mörk fyrir Víking gegn sínum gömlu félögum í FH á gamla heimavellinum í Kaplakrika í gærkvöldi.
Tvenna Shaina Ashouri skoraði tvö mörk fyrir Víking gegn sínum gömlu félögum í FH á gamla heimavellinum í Kaplakrika í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Hákon

Víkingur á enn fína möguleika á að ná þriðja sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á FH á útivelli í efri hluta deildarinnar á Kaplakrikavelli í gærkvöldi, 3:0.

Shaina Ashouri var einn allra besti leikmaður FH þegar hún lék þar tímabilin 2022 og 2023 og hún átti enn og aftur góðan leik í Kaplakrika. Því miður fyrir FH er sú bandaríska komin í Víking.

Linda Líf Boama skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu og Shaina bætti við öðru markinu á 35. mínútu. Voru hálfleikstölur 2:0.

Þannig var staðan fram að 53. mínútu þegar Shaina skoraði sitt annað mark og þriðja mark Víkings. Urðu mörkin ekki fleiri og Víkingur vann sinn níunda sigur á leiktíðinni í 20 leikjum, sem er ansi gott fyrir nýliða.

...