Bolli Már, útvarpsmaður á K100, tékkaði á stöðunni í Árbæjarlaug í morgunsárið í gær og spurði gesti laugarinnar hvort þeir fyndu fyrir miklum áhrifum vegna lokunar Laugardalslaugar. Bolli ræddi við fjölda eldra fólks, sem sækir sundlaugina…
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Bolli Már, útvarpsmaður á K100, tékkaði á stöðunni í Árbæjarlaug í morgunsárið í gær og spurði gesti laugarinnar hvort þeir fyndu fyrir miklum áhrifum vegna lokunar Laugardalslaugar. Bolli ræddi við fjölda eldra fólks, sem sækir sundlaugina reglulega, og fékk misgóð viðbrögð við spurningum sínum um meint skápastríð milli gesta úr Laugardalnum og fastagesta Árbæjarlaugar. Fáir vildu þó viðurkenna að um stríð væri að ræða en Bolli reyndi sitt besta til að komast til botns í þessu stóra máli, í beinni í Ísland vaknar.

Hlustaðu á brotið á K100.is.