Yrsa Sigurðardóttir
Yrsa Sigurðardóttir

Arnaldur Indriðason, Lilja Sigurðardóttir og Yrsa Sigurðardóttir eru í hópi tíu rithöfunda á Norðurlöndunum sem tilnefnd eru til Petrona-verðlaunanna í Bretlandi sem veitt eru fyrir bestu norrænu glæpasöguna. Arnaldur er tilnefndur fyrir bókina Stúlkan hjá brúnni, Lilja fyrir bókina Náhvít jörð og Yrsa fyrir bókina Bráðin. Þess ber að geta að Yrsa hefur áður hlotið þessi verðlaun árið 2015 fyrir Brakið. Þá hefur hún einnig verið tilnefnd fyrir bækurnar Horfðu á mig árið 2014, Lygi 2017 og Aflausn 2020. Bæði Arnaldur og Lilja hafa áður verið á stuttlista Petrona; Arnaldur fyrir Svörtuloft 2013, Furðustrandir 2014 og Reykjavíkurnætur 2015. Lilja fyrir Blóðrauður sjór

...